Ferill 240. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 240 . mál.


548. Framhaldsnefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um brunatryggingar, nr. 48/1994.

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.



    Eftir afgreiðslu frumvarpsins við 2. umr. hefur nefndin komið saman á ný til að ræða þau atriði er fram komu við umræðuna. Á fund nefndarinnar komu Dögg Pálsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, Rúnar Guðmundsson, skrifstofustjóri í Vátryggingaeftirlitinu, Sigmar Ármannsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra trygginga félaga, og Ingvar Sveinbjörnsson, lögfræðingur hjá Vátryggingafélagi Íslands. Nefndin telur ástæðu til að skýra enn frekar en gert er í greinargerð með frumvarpinu þá breytingu sem felst í 2. gr. frumvarpsins.
    Breytingin varðar 2. mgr. 3. gr. laga nr. 48/1994, um brunatryggingar. Í 1. mgr. 3. gr. laganna kemur fram sú meginregla sem einkennir brunatryggingar að bætur fyrir tjón á húseign megi aðeins greiða til þess að gera við húseign sem skemmst hefur við bruna eða til endurbygg ingar. Þar segir jafnframt að vátryggjanda beri skylda til að sjá til þess áður en bætur eru greidd ar að þeim sé réttilega varið. Grundvallarreglan, sem brunatryggingar byggja á, er því sú að hús sé byggt upp að nýju á sama grunni ef tjón verður og bótafjárhæðin við það miðuð. Þeir húseig endur sem byggja á þann hátt upp að nýju fá því tjón sitt að fullu bætt. Þær reglur sem fram koma í 2. gr. frumvarpsins eru hins vegar undantekningarreglur sem einungis koma til álita í þeim tilvikum þegar húseigandi kýs sjálfur að byggja á öðrum grunni og slík tilvik hafa á undan förnum árum verið 2–3 árlega á landinu öllu samkvæmt upplýsingum frá Vátryggingafélagi Íslands. Leggja ber ríka áherslu á að það er húseigandinn, tjónþolinn, sem velur uppgjörsleiðina. Ákvæðið felur í sér tvenns konar undantekningarreglur:
    Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir að 15% dragist frá bótafjárhæð (brunabótamati húseignar) þegar húseigandi kýs að byggja ekki upp og vátryggjandi hefur heimilað að veita undanþágu frá bygg ingarskyldu að höfðu samráði við skipulagsyfirvöld. Hafa ber í huga að ekki á að koma til 15% frádráttar ef endurbygging er eigi heimil af skipulagsástæðum eða öðrum ástæðum sem tjónþola er ekki sjálfrátt um.
    Í öðru lagi gerir 2. gr. frumvarpsins ráð fyrir undantekningu frá framangreindri 15% undan tekningarreglu. Í henni felst að þegar brunabótamat viðkomandi húseignar er greinilega hærra en markaðsverð húseignar er heimilt að miða bótafjárhæð við markaðsverð eignarinnar og kem ur þá ekki til að 15% frádráttarreglunni sé jafnframt beitt. Þessi regla er m.a. byggð á því sjónar miði að óeðlilegt sé að húseigendur séu betur settir en áður ef húseign þeirra brennur og er hún í samræmi við meginreglur skaðabótaréttar. Hér er á því byggt að löggjöf megi ekki vera þannig úr garði gerð að sá sem verður fyrir því að hús hans brennur geti hagnast umtalsvert umfram aðra íbúa á svæði þar sem markaðsverð er lágt. Ítreka ber að húseigandi á alltaf rétt á að fá bætur sem svara brunabótamati byggi hann upp á sama grunni. Í reglu þessari felast því þau sanngirn issjónarmið að húseigandi eigi hvorki að vera betur né verr settur en hann var fyrir brunann. Þá vill nefndin benda á að markaðsviðmiðunin sé ekki notuð ef samkomulag næst á milli vátrygg ingartaka og vátryggingarsala um að byggja á ný innan sama sveitarfélags, enda þótt ekki sé byggt á sama grunni og áður.
    Að lokum vill nefndin leggja áherslu á að í breytingartillögu nefndarinnar á þskj. 397 er skýrt kveðið á um að komi til ágreinings um bótafjárhæð samkvæmt framangreind um undantekningarreglum leysi gerðardómur úr. Gerðardómur skal skipaður tveimur mönnum sem héraðsdómur í umdæmi því sem húseign er í tilnefnir hverju sinni. Skal annar þeirra fullnægja skilyrðum til að gegna starfi héraðsdómara.

Alþingi, 29. des. 1994.



    Gunnlaugur Stefánsson,     Lára Margrét Ragnarsdóttir.     Ingibjörg Pálmadóttir,
    form., frsm.          með fyrirvara.

    Guðmundur Hallvarðsson.     Margrét Frímannsdóttir,     Sólveig Pétursdóttir.
         með fyrirvara.     

    Finnur Ingólfsson,     Sigríður A. Þórðardóttir.     Guðrún J. Halldórsdóttir,
    með fyrirvara.          með fyrirvara.